144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[13:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk kærlega fyrir að koma inn á fræðsluna. Málið snýst fyrir mér dálítið um kunnáttu um það hvað alkóhólismi er eða réttara sagt vankunnáttu sem gerir það að verkum að neytendur skilja ekki hvaða áhrif efnið hefur á líkama þeirra. Í minni fortíð lentu mjög margir bekkjarfélagar mínir í vandræðum með áfengi. Einn taldi sig alkóhólista af því að hann var of kærulaus þegar hann drakk, ekki af því að honum liði eitthvað illa, hefði þörf fyrir að drekka áfengi eða neitt því um líkt. Það er svona þekking sem við þurfum sem neytendur sem erum að koma inn í áfengismenninguna þegar við fáum aldur, við þurfum að skilja við hverju er að búast.

Ég er ekkert alveg viss um að frumvarpið skilgreini þetta ferli mjög vel. Ég væri þakklátur ef þú gætir útskýrt aðeins hvað betur felst í þeirri fræðslu og forvörnum sem er gert ráð í frumvarpinu.