144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[14:21]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get í fyrstu tekið undir það, en það er um það bil 1 milljarður sem við fáum í arð af rekstrinum, þar af er 1/3 vegna tóbaks, eftir sitja 2/3. Samkvæmt þessu frumvarpi mun um það bil sú fjárhæð fara til eflingar forvarna og lýðheilsumála sem hlýtur að vera kostur. Ég spyr hv. þingmann hvort hún geti ekki verið sammála mér í því að nýta fjármunina í forvarnir, þekkingarmiðlun og fræðslu.

Það snúa mjög margir og mismunandi þættir í opinberri stefnumótun að áfengi og áfengisdrykkju. Noregur skorar hæst samkvæmt læknaháskólanum í New York, þar er leyfður 4,6% bjór. Getur hv. þingmaður hugsað sér slíkt fyrirkomulag hér?