144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[14:22]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég kom inn á í ræðu minni tel ég að við þurfum að verja meira fé ef eitthvað er til að efla fræðslu almennt. Það sem mér finnst hins vegar kannski skorta við umræðu um þetta mál er stefna Alþingis, eða er hér kannski verið að setja fram langtímastefnumörkun í áfengismálum þjóðarinnar? Við þurfum að marka okkur stefnu. Ég veit ekki annað en að búið sé að vinna ótrúlega mikla vinnu í því. Mér finnst þetta frumvarp stangast algjörlega á við hana. Það kom fram í umræðunni í gær að það stangast á við almenna stefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu. Þess vegna segi ég að það er ekki hægt að taka eitthvað eitt út úr og ræða það sérstaklega, við þurfum að tala um málið í heild sinni. Til dæmis í sambandi við fjármunina, eins og ég sagði áðan, við þurfum að svara því hvort þeir birtist einhvers staðar annars staðar. Það er ekkert svart (Forseti hringir.) og hvítt í þessu máli.