144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[14:51]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni fyrir þessa seinni spurningu eða andsvar, eða vangaveltur öllu heldur. Við deilum um margt, ég og hv. þingmaður, skoðunum, sér í lagi þegar kemur að ungu fólki og lýðheilsurökum og auknu jafnræði á landsbyggðinni alla daga. Ég trúi því að með frumvarpinu getum við jafnvel gert enn betur þar, hlúð að verslun og aukið enn frekar aðgengi að vörunni með jafnræði í þeim efnum. Það er hins vegar staðreynd að fræðsla og miðlun í lýðheilsu hefur batnað og aukist. Ég er sammála hv. þingmanni um það að við eigum að efla lýðheilsu- og forvarnasjóð og rannsóknir í þessum efnum, óháð því hvort þetta frumvarp verður að lögum eða ekki.