144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[15:00]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Önnur spurningin var um hvernig verður með auglýsingar á áfengi í framtíðinni.

Hv. þingmaður sýnir okkur landsbyggðarfólki mikinn samhug þegar kemur að aðgengi okkar að áfengi. Í dag er það aðgengi mjög gott og mikið úrval í þeim búðum og ráðgjöf um ýmsar tegundir af léttum vínum og öðru sem menn leita eftir fyrir sig og sína. Telur hv. þingmaður að verð á áfengi muni lækka eða hækka? Það er ekki neitt samkeppnisumhverfi fyrir verslanir úti á landsbyggðinni. Ég er ansi hrædd um að þróunin verði sú að verð á áfengi muni hækka til muna og tegundum fækka. Auk þess mun ungt fólk sem á eðlilega leið inn í venjulegar verslanir alltaf hafa áfengið fyrir augunum á meðan fólk í dag sem ekki er á þeim aldri að það megi (Forseti hringir.) kaupa vín á ekkert erindi í áfengisverslunina.