144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[15:28]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir innlegg hans í umræðuna um málið.

Mig langar að spyrja hann hvernig honum þyki stefna ÁTVR harmónera saman við það markmið sem hann las upp um lög um verslun með áfengi og tóbak, og hvort hann hafi gert eitthvað í því þegar hann var fjármálaráðherra að breyta þeirri stefnu ÁTVR.

Samkvæmt ársreikningi þeirra hjá ÁTVR kemur fram — þetta er lesið upp úr ársreikningi 2002 — að megináherslan sé að auka aðgengi að vöru, fjölga vínbúðum, frí heimsendingarþjónusta sé fyrir þá sem búa 25 km frá, setja af stað vefverslun, sem þeir eru búnir að reka frá árinu 2000, og lengja afgreiðslutíma.