144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[16:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður nefndi verðið, dreifinguna og samþjöppunina. Það er nú einmitt það sem við erum að glíma við líka í öðru máli, MS. ÁTVR gæti alveg eins lent í því sama einhvern tíma, ekkert endilega núna, það gengur mjög vel þar núna. Ég ræddi fleiri pælingar um jafnt verð, t.d. húsnæðisverð, viljum við ekki hafa það jafnt úti um allt land? Þetta snýst um svipuð mál.

Það sem ég vil leggja helst áherslu á er hvaða lausnir eru bestar. Sýnd hafa verið gögn fram og til baka um að aukið aðgengi sé jafnvel lausn frekar en vandamál þannig að það eru tvö lóð á þeirri vogarskál. Kannski vega hin lóðin þyngra. Þetta er eitthvað sem við þurfum að hlusta á og megum ekki trúa því í blindni að önnur rökin séu fyrir fram gildari en hin.