144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:11]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég er sammála honum í því að við eigum ekkert að finna upp hjólið. Við eigum að líta okkur nær, horfa á tölfræðina hér heima. Staðreyndirnar blasa við, aðgengi eykst þrefalt á sama tíma og dregur úr unglingadrykkju. Þar ætla ég að hrósa samtökum neytenda og skóla, íþróttafélögum, lýðheilsusamtökum og landlækni fyrir mjög öflugt starf í því að efla þekkingu og treysta á að unglingar og fólk almennt taki upplýstar ákvarðanir.

Hv. þingmaður ræddi hér um Svíþjóð. Meðalsterkur bjór — það var allt í lagi að selja hann í búðum. Í Noregi, sem skorar hæst í heiminum yfir opinbera stefnumótun, er 4,6% bjór seldur í verslunum. Telur hv. þingmaður að við eigum að stíga það skref og leyfa það, eins og gefst svo vel hjá þessum tveimur þjóðum?