144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

varamenn taka þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Borist hafa bréf frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur, 3. þm. Suðvest., Steinunni Þóru Árnadóttur, 8. þm. Reykv. n., Svandísi Svavarsdóttur, 5. þm. Reykv. s., og Unni Brá Konráðsdóttur, 4. þm. Suðurk., um að þær geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni.

Eins og tilkynnt var á vef Alþingis tóku því sæti í gær á Alþingi sem varamenn fyrir þær Óli Björn Kárason, Björn Valur Gíslason, Álfheiður Ingadóttir og Oddgeir Ágúst Ottesen. Þau hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.

Borist hefur bréf frá 2. þm. Reykv. s., Vigdísi Hauksdóttur, um að hún geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Eins og tilkynnt var á vef Alþingis tók því sæti á Alþingi í gær, 13. október, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Kjörbréf Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið áður sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]