144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

notkun á landsléninu .is.

[13:46]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er ónotalegt að við skulum vera í allt öðru lagaumhverfi með landslén okkar en löndin í kringum okkur. Það er líka ónotalegt að vita að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa misnotkun á léninu og ekki bara hana vegna þess að hún er ekki sú fyrsta. Það standa yfir málaferli um fíkniefnasölusíðu sem var hýst á .is.

Það er rétt að málið snýst öðrum þræði um tjáningarfrelsi, en það snýst líka um það hvernig og hvar ritskoðuninni er fyrir komið. Ég verð að segja að mér finnst það ekki traustvekjandi, herra forseti, að sá sem hefur ritskoðunarvald í þessum efnum og getur lokað heimasíðum, netsíðum, sé einkafyrirtæki úti í bæ sem ekki lýtur neinum sérstökum lögum, reglum eða eftirliti.

Ég þakka svörin (Forseti hringir.) og hvet hæstv. ráðherra áfram.