144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

notkun á landsléninu .is.

[13:47]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég held að við getum án efa öll verið sammála um að skerpa þurfi grundvöllinn á þessum nýja veruleika sem við búum við, en um leið vil ég árétta að við höfum í huga að á þessum vettvangi er líka mikilvægt að ríki tjáningarfrelsi og frelsið sé virt. Það verður vonandi aldrei í okkar ágæta landi hlutverk ráðherra að loka vefsíðum eða hafa beinan atbeina að því. En ég tek undir með hv. þingmanni og mörgum sem um þetta hafa rætt að það þarf að vera skýrara hvernig brugðist er við.

Ég árétta það sem ég hef sagt, hafin er vinna í innanríkisráðuneytinu við að rýna hvernig þetta er gert í nágrannalöndunum og hvernig við höldum best á því og þingið verður að sjálfsögðu áfram upplýst um það.