144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

sjúkratryggingar.

242. mál
[19:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Ég hef staðið í þeirri meiningu að þetta sé efnisbreyting að því leytinu til að Sjúkratryggingar Íslands hafa hingað til ekki haft heimild til að greiða þann kostnað sem af þessu leiðir. Eins og málum er háttað er áætlaður viðbótarkostnaður við þessa breytingu, þetta þjóðþrifamál, réttlætis- og sanngirnismál, að því gefnu að fjöldi flóttamanna sem hafa lokið hælismeðferð verði einhvers staðar á bilinu 15–20 manns, um það bil 100 þús. kr. á ári.

Ég skil það svo að þetta sé efnisleg breyting.