144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:27]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Málið snýst um það hvort liðurinn í þessari þingsályktunartillögu, „Suðurland, Þjórsá, 29 Hvammsvirkjun“, færist úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk. Það er nokkuð ljóst að þessi þingsályktunartillaga verður samþykkt. Orkunýtingarhliðin á þessu öllu saman verður samþykkt. Mér sýnist að við fáum sem besta og upplýstasta umræðu um umhverfisverndarþáttinn á þessu með því að setja þetta í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta verður samþykkt og umhverfis- og samgöngunefnd getur þá fengið álit atvinnuveganefndar.

Til að tryggja sem upplýstasta umræðu um þessa þætti málsins og málið í heild held ég að best væri að þetta mál færi í umhverfis- og samgöngunefnd.