144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:44]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi afdráttarlausu og skýru svör þar sem fram kemur að þingmaðurinn telur að draga muni úr fjölbreytni á fámennustu stöðunum og verðlag þar muni hækka. Þar er komið að þessari jafnræðisspurningu, spurningu um jafnræði á meðal landsmanna til aðgengis að þessari vöru.

Það samræmist að mínu viti algerlega hinu sjónarmiðinu að virkja ekki markaðsöflin með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu, að við eigum að reyna að búa svo um hnútana að þessa tvenns sé gætt, hagsmuna neytenda í þessum skilningi en jafnframt að virkja ekki grófustu og hörðustu markaðsöflin til að koma áfengi niður í þjóðina. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin.