144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:46]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Já, ég tel að ef við horfum áfram á landsbyggðina verði aðgengi að ódýru víni í litlum verslunum úti á landi eða þá í þeim lágvöruverslunum sem þar eru til staðar auðveldara fyrir unga fólkið, eins og hér á höfuðborgarsvæðinu, en ég tel að tegundum muni fækka og að verð muni hækka. Ég hef áhyggjur af því að það muni þýða að framleiðsla á ólöglegu víni, svokölluðum landa, muni stóraukast víða um land. Er það það sem við viljum?

Mér finnst þessi umræða vera með ólíkindum og að þetta mál skuli vera flutt hér í sjöunda sinn segir ákveðna sögu um ruglið.