144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta svar og þessi ræða varð ekki til þess að milda þykkju mína yfir því að talið sé að ég þurfi að vitkast og að ég sé vitlaus o.s.frv. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður svaraði því ekki af hverju hann treystir einkaaðilum til þess að selja lyf sem sum hver eru mikið hættulegri vara en sú sem við ræðum hér, áfengið, sem er reyndar ekki hættulaust.

Varðandi þetta með vitleysuna vill svo til að stærsta ríki Evrópu, Þýskaland, er með áfengi í verslunum og ég trúi því ekki að hv. þingmaður telji alla þar vitlausa.