144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:55]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kveð mér hljóðs til þess að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa kallað eftir því að umræðan og meginþungi hennar fari fram þegar hæstv. heilbrigðisráðherra er í salnum. Málið snýst mikið um lýðheilsu og rök sem hv. þingmenn bera fram í ræðum sínum falla mjög að lýðheilsu og heyra undir hæstv. heilbrigðisráðherra. Ég tek því undir að það er mikilvægt að hann sé í salnum þegar meginþunginn er í umræðunni og býst þá við því að hæstv. forseti muni ljúka þingfundi fljótlega.