144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:35]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er einmitt barátta litla mannsins, hún gengur ekkert allt of vel hjá ÁTVR út af því að stóru framleiðendurnir og heildsalarnir, sem eru á móti þessu frumvarpi, hafa tryggt sér allt hilluplássið inni í ÁTVR-verslununum með því að selja vínhúsunum í gegnum ÁTVR og tryggja þannig hilluplássið. Litli framleiðandinn getur í dag stofnað sinn eigin bar bara með sinni vöru en það getur hann ekki gert í versluninni.

Mig langaði líka að spyrja hv. þingmann að því hvort þessi hagræðing í flutningum og öðru gæti ekki átt við áfengið, yrði þetta frumvarp að lögum, og gæti þannig hjálpað til. Er ekki hægt að innleiða þetta á misjafna vegu, eins og aukið aðgengi? Hvernig hefði þá verið með auglýsingar og aldur? Hvernig hefur menningin verið og annað?

Hv. þingmaður úr röðum framsóknarmanna hefur flutt hérna tölu um rannsóknir frá Bretlandi, (Forseti hringir.) en hann gleymdi að minnast á að í þeirri rannsókn kom fram að í Bretlandi, (Forseti hringir.) eins og hér, hefur unglingadrykkja dregist verulega saman og slysum vegna (Forseti hringir.) ölvunaraksturs fækkað um 48%.