144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis.

[16:31]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hér hafa talað og lýsa því nú yfir að ég held að þetta sé í fjórða sinn sem við óskum eftir nærveru hæstv. heilbrigðisráðherra. Það þarf að koma fram ef hann ætlar sér ekki að sitja þessa umræðu. Það er búið að biðja mikið og ítrekað um það og er mjög óeðlilegt ef hann telur ekki þörf á því að sitja hér og hlusta á sjónarmið þingmanna og svara þeim sem hafa áhyggjur af ákveðnu efni tengdu lýðheilsumálum. Okkur þykir mjög sérkennilegt ef hann hefur ekki vilja til þess.

Ég óska eftir því við hæstv. forseta að hann upplýsi það hvort hæstv. heilbrigðisráðherra hyggist koma í hús og eiga samtal við okkur þingmenn.