144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis.

[16:37]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er líklega rétt að við getum haldið þessari umræðu hér áfram án nærveru hæstv. heilbrigðisráðherra ef hann kýs að hunsa ítrekaðar óskir þingmanna um að mæta hingað og vera viðstaddur umræðuna og ef hæstv. forseti kýs að hunsa þessar beiðnir á sama hátt og láta umræðuna fara fram engu að síður.

Það er réttur þingmanna að gera athugasemdir við fundarstjórn, að gera athugasemdir við dagskrá og það er eðlilegt og sjálfsagt að það sé gert núna vegna ítrekaðra tilmæla sem því miður hafa verið hunsuð. Ég verð að segja að ég kannast ekki við viðbrögð af því tagi sem komu fram hjá hv. þm. Brynjari Níelssyni við það að menn geri hér eðlilegar athugasemdir við dagskrá og við fundarstjórn forseta sem er ekki við hæfi lengur, finnst mér, í þessu máli með sama áframhaldi.