144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:32]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir fyrirspurnina.

Svo að ég endurtaki það sem ég sagði áðan er talið að forvarnir skipti því miður minna máli. Áðan var haldin hér ræða sem innihélt það að aðgengi hefði í rauninni ekki aukist, það hefði alltaf verið til og með þessu mundi ekkert breytast í rauninni því það væri það mikið. Ég skil það raunar ekki — ef fólk hefur alltaf getað reddað sér landa og alltaf getað beðið einhvern annan um að ná í áfengi þá vona ég auðvitað að þær forvarnir sem eru í gangi geri gagn en einnig að aldurstakmörk hér á landi setji strik í reikninginn. Markaðssetningin hefur breyst og einnig er öðruvísi ráðgjöf í heilsugæslu og meðferð þeirra sem hafa átt við áfengisvandamál að stríða.