144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:40]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Hvað gerist þegar við erum komin á fullorðinsaldur? Það eru ekki margir sem ganga að fullorðinni manneskju sem stendur við barborð og pantar sér bjór og segja: Ekki kaupa þér bjór, þetta er ullabjakk! Allt aðhald sem við fáum þegar við erum yngri hættir í rauninni við ákveðinn aldur og margir Íslendingar ákveða þá að byrja að drekka.

Svo er ekkert í þessu frumvarpi um að fólki verði kennt að njóta víns. Ætlum við að bíða í nokkur ár þangað til Íslendingar fatta þá vínmenningu að drekka jafnt og minna yfir tímabil (Gripið fram í.) og fara ekki á skallann eða hvað þið viljið kalla þetta? Ætlum við að gefa þessu einhvern tíma? Er einhver aðlögunartími fyrir Íslendinga að læra loksins að drekka? Ég er ekki enn komin á þá skoðun. (JÞÓ: … á breytingunni.)