144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:47]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst ég vera komin í undarlega stöðu þegar hálfpartinn var ætlast til þess að við kæmum hingað upp og færum að ræða stefnu í áfengis- og tóbaksmálum sem var í rauninni ekkert minnst á í þeirri stefnu sem Ísland á að starfa eftir. Ég er í þeirri stöðu að starfa innan velferðarnefndar Norðurlandaráðs, og hugsaði um hvernig það yrði fyrir mig að fara út á fund í velferðarnefnd og þurfa að tilkynna þar að við á Íslandi ætluðum að virða það einskis sem skrifað var undir árið 2012.