144. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa tvö bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 140, um framlög ríkisaðila til félagasamtaka, frá Birgittu Jónsdóttur, og á þskj. 186, um sjóði í vörslu Háskóla Íslands, frá Vilhjálmi Bjarnasyni.

Einnig hafa borist þrjú bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 130, um greiðslur til upplýsingatæknifyrirtækja, frá Helga Hrafni Gunnarssyni, á þskj. 132, um gjafir til ríkisstofnana, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, og á þskj. 180, um sparnað af sameiningu ráðuneyta, frá Þorsteini Sæmundssyni.

Borist hefur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 175, um skoðun á lagningu sæstrengs, frá Össuri Skarphéðinssyni.

Borist hefur bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 182, um landvörslu, frá Svandísi Svavarsdóttur.