144. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2014.

tillögur nýrrar stjórnarskrárnefndar.

[15:27]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa góðu fyrirspurn um stórt mál. Mér skilst að starf nefndarinnar gangi vel og von sé á tillögum frá henni á þeim tíma sem ráð var fyrir gert. Að sjálfsögðu munum ég og ríkisstjórnin vinna út frá því, við munum beita okkur fyrir því að málið komi inn í þingið eins fljótt og auðið verður.