144. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2014.

endurskoðun tvísköttunarsamninga.

[15:30]
Horfa

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (F):

Herra forseti. Mig langar að koma með fyrirspurn til hæstv. fjármálaráðherra um hvort ráðuneytið hafi eða hyggist beita sér fyrir endurupptöku á tvísköttunarsamningnum til að reyna að stemma stigu við svokallaðri löglegri lágmörkun skatts.

Mjög margir, ef ekki flestir, kröfuhafar hinna föllnu banka sem hafa fjárfest í þeim, þar á meðal vogunarsjóðir, hafa sett upp skattaskipulag til að koma í veg fyrir greiðslu svokallaðs „withholding tax“ sem er annar skattur sem væri greiddur af arði og vöxtum á Íslandi. Ljóst er að um er að ræða verulegar fjárhæðir sem íslenska ríkið missir af í formi skatttekna ef ekki verður hugað að þessu.

Þess vegna langar mig að beina þessari fyrirspurn til hæstv. fjármálaráðherra.