144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

um fundarstjórn.

[17:34]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ögmundi Jónassyni að búið er að margræða það hér í sal Alþingis að eðlilegt væri að hæstv. heilbrigðisráðherra væri viðstaddur umræðuna. Það er líka mikilvægt að við heyrum skoðun hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra.

Í næstu viku er Norðurlandaráðsþing og einn af þeim aðilum sem hefur markað mjög skýra stefnu í áfengismálum er Norðurlandaráð og umrætt frumvarp gengur fullkomlega á skjön við það. Það er þá mikilvægt að heyra frá samstarfsráðherra og frá hæstv. heilbrigðisráðherra hvaða afstöðu við eigum að kynna fyrir hönd hins íslenska Alþingis þegar við komum til Stokkhólms eftir helgina. Þetta mál vekur furðu á margan hátt hjá þeim aðilum sem hafa verið að berjast í áfengismálum úti í heimi og þeim sem hafa kynnt sér umrætt frumvarp. Ég tel mikilvægt að við tökum þessa umræðu og reynum að (Forseti hringir.) klára hana fyrir helgina.