144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

um fundarstjórn.

[17:40]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að heyra að forseti sé að bregðast við og leita eftir því hvort hæstv. heilbrigðisráðherra sé tilbúinn til að koma hingað og segja okkur hvort hann standi við stefnu sína eður ei.

Þetta mál hefur fengið gríðarlegan tíma, verð ég að segja, hér í þingsal. Nú væri eðlilegt að gera hlé á umræðu um það þar til heilbrigðisráðherra kemur. Það er mjög bagalegt að fjöldi þingmannamála kemst ekki á dagskrá og þar með til nefnda af því að fulltrúar úr ríkisstjórninni, hæstv. heilbrigðisráðherra, virðast ekki treysta sér í þessa umræðu. Kannski finnst honum ekki skipta máli þó að hér sé verið að boða grundvallarstefnubreytingu hvað varðar áfengismál.

Ég legg til að gert verði hlé á umræðu um þetta mál og því verði frestað (Forseti hringir.) svo að önnur þingmannamál komist á dagskrá.