144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

um fundarstjórn.

[17:41]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ekki eru allir sammála um að hæstv. heilbrigðisráðherra þurfi að vera viðstaddur þessa umræðu vegna þess að eftir allt erum við jú löggjafarvaldið.

Ég er hins vegar ósammála þeirri nálgun vegna þess að það hefur verið ríkisstjórnarinnar að marka stefnu í þessum efnum. Það er lykilatriði að mínu mati. Ef einungis væri um stefnu Alþingis að ræða væri kannski ekki þörf á hæstv. ráðherra í þessari umræðu. En þetta varðar hluta af stefnu í málaflokknum almennt, stefnu sem nýverið er búið að kynna, eða tiltölulega nýlega, og hæstv. ráðherra hefur skrifað undir. Þess vegna finnst mér eðlilegt að hæstv. ráðherra sé hér til að ræða við okkur um það hvernig þetta passi við þá stefnu ef svo er. Þá ítreka ég að lokum að ég er ekkert endilega efnislega sammála öðrum hv. þingmönnum sem óskað hafa eftir viðveru hæstv. ráðherra.

Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.