144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[21:18]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Mér leikur forvitni á einu: Nú segir hv. þingmaður að ungt fólk fari í einhverjum mæli frekar í það að fá sér í haus eða borða einhverjar pillur. Heldur hún að það gæti kannski verið vegna þess — sér í lagi hvað það varðar að fá sér í haus, þó að tölurnar virðist ekki sýna það, alla vega ekki tölur á sama árabili 1995–2007, þá fór neyslan eitthvað aðeins upp, svo fór hún aftur niður, er einu prósentustigi minni síðustu 30 daga í þeirri rannsókn sem var gerð, þessari sameiginlegu evrópsku rannsókn. Gæti það að einhverju leyti verið vegna þess að verðið á áfengi er svo hátt? Á einhverjum tímapunkti, þegar þú nærð ákveðnu áfengisverði, þá séu menn tilbúnir að prófa eitthvað annað — hvað sýnist þingmanninum um það?