144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[21:19]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að eina leiðin fyrir mig til þess að svara spurningum hv. þingmanns sé að tala út frá mínu umhverfi. Þegar ég fer niður í bæ og hitti fólk sem notar frekar önnur eiturefni en áfengi segist það ekki sjá tilganginn í því að þurfa að innbyrða mikið magn af áfengi yfir kvöldið þegar það getur fengið sér eina töflu sem virkar allt kvöldið fyrir visst mikið. En það er spurning hvort við eigum að vera að lækka verð á áfengi til þess að ólögráða krakkar vilji frekar verða sér úti um það, eða ég skil ekki alveg hvað hv. þingmaður er að fara með þetta.