144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta þykir vænt um þessi orð en vill þó segja að hér er eingöngu um það að ræða að hæstv. ráðherra hafði, áður en þarna var komið sögu, skuldbundið sig til að flytja ávarp eins og er hluti af starfsskyldum hennar. En til að bregðast við þessari ósk hv. þingmanns gat hæstv. ráðherra komið því þannig fyrir að hún gat átt þess kost að vera hér og var örugglega því fegnust sjálf og hafði ríkan vilja að vera hér viðstödd.