144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

240. mál
[15:45]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það lítur út fyrir að þetta frumvarp muni stoppa upp í jafnréttisgat. Það var ekki jafnræði milli skuldara, það var eitthvert gat sem menn sáu ekki fyrir, þeir voru að drífa sig með þetta stóra mál ríkisstjórnarinnar, sér í lagi Framsóknarflokksins, síðasta haust þannig að líklega verður þetta til góðs.

Það verður stoppað upp í þetta jafnréttisgat sem var ekki séð fyrir.

Það er með þetta frumvarp eins og frumvarpið sem var samþykkt um skuldaleiðréttinguna. Við píratar munum alfarið vísa því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og munum sitja hjá við atkvæðagreiðslu um það. Vonandi verður þetta samt sem áður til bóta.