144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

ræðutími í umræðum.

[17:41]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil gera athugasemdir. Hér stóð hæstv. ráðherra í ræðustól og talaði langt umfram tíma. Það var hringt á hana með bjöllu en hefði mátt segja eitthvað við hana. Hæstv. ráðherra hafði nýtt hluta af tíma sínum til að leiðrétta mig sem var í engu ástæða til leiðréttingar því að ég sagði að ekki lægi fyrir hvar stofnunin ætti að vera, hún væri búin að setja hana í uppnám því að þau vissu ekkert um framtíð sína.

Ég óska eftir því að ráðherrar séu áminntir um að halda sig innan tímamarka eins og aðrir, sérstaklega þegar þeir fara svo freklega fram yfir í tíma.