144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

ræðutími í umræðum.

[17:41]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ef forseti telur ástæðu til að áminna mig varðandi tímann hvet ég forseta til að gera það. Ég taldi hins vegar mjög mikilvægt að koma á framfæri ákveðinni leiðréttingu.

Þetta er málaflokkur sem skiptir mig mjög miklu máli og ég legg mjög mikið á mig til þess að vanda mig vegna þess að ég tel að það skipti svo miklu máli fyrir fjölskyldurnar í landinu að við bætum þá þjónustu sem við bjóðum upp á núna. Við erum að gera margt gott en ég tel að við getum gert betur en við gerum í dag.