144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

ræðutími í umræðum.

[17:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ráðherrar verða að fara eftir fundarreglum hér eins og aðrir. Ef þeir koma ekki öllu að á þeim tíma sem þeir fá þurfa þeir einfaldlega að undirbúa sig betur.

Ég heyrði ekki betur en að ráðherra væri hér í efnislegri umræðu undir fundarstjórn forseta. Þá tel ég að forseti hefði átt að áminna og hringja bjöllu til að hæstv. ráðherra héldi sig innan þeirra leikreglna sem gilda í þessum sal.