144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

27. mál
[19:17]
Horfa

Flm. (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið.

Ég tek undir með hv. þingmanni að fórnfýsi lækna og annarra hjúkrunarstarfsmanna varðandi eftirfylgni er og hefur verið ofboðslega mikil. En auðvitað á það ekki að vera þannig að læknar og hjúkrunarfræðingar séu að gera það á sinn eigin kostnað. Með fjarheilbrigðisþjónustu þarf að formgera það að greining, þó að hún gerist í gegnum Skype, heima hjá viðkomandi lækni eða á bakvakt eða hvernig sem það væri, að greitt sé fyrir þann tíma eða það viðtal, þá vinnu. Þetta er eitthvað sem við þurfum væntanlega að vinna með og finna lausn á. Niðurstaðan verður auðvitað samt sem áður sú að mun ódýrara verður að þurfa ekki að borga fyrir lækninn eða sjúklinginn, flutning á honum. Það er mun ódýrara að borga þá bara fyrir viðtalið á greiningunni. Ég held að við hljótum öll að sjá það og ég vona að hæstv. ráðherra hugi að því í tillögum sínum til þingsins, ef þessi þingsályktunartillaga nær fram að ganga.