144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

rannsókn kjörbréfs.

[15:01]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa bréf frá Birni Val Gíslasyni og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, varaformanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, um að Björn Valur Gíslason, 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykv. n. geti ekki setið lengur á Alþingi sem varamaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur, 8. þm. Reykv. n., vegna anna. Því er óskað eftir að í dag taki Eyrún Eyþórsdóttir sæti á Alþingi en hún er varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu.

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Eyrúnu Eyþórsdóttur. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til þess að fjalla um kjörbréfið.