144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa fjögur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 114, um veiðigjöld, frá Kristjáni L. Möller, á þskj. 141 og 144, um framlög ríkisaðila til félagasamtaka, frá Birgittu Jónsdóttur, og á þskj. 181, um eftirlit með hvalveiðum, frá Katrínu Jakobsdóttur.

Borist hafa þrjú bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 278, um framhaldsskóla, frá Steingrími J. Sigfússyni, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Bjarkeyju Gunnarsdóttur, á þskj. 364, um fjölda opinberra starfa, frá Birni Val Gíslasyni, og þskj. 264, um fjölda nemenda í framhaldsskólum, frá Oddnýju G. Harðardóttur.

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 126, um virðisaukaskattsgreiðslur einstaklinga, frá Oddnýju G. Harðardóttur.

Borist hefur bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 250, um aðgerðir í loftslagsmálum, frá Svandísi Svavarsdóttur.

Borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 136, um framlög ríkisaðila til félagasamtaka, frá Birgittu Jónsdóttur.