144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

afnám verðtryggingar.

[15:36]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Hefur herra forseti tekið eftir því og aðrir hv. þingmenn að þegar hv. þm. Helgi Hjörvar byrjar að æpa hér í ræðustól er hann að reyna að fela það að hann fer með rangt mál, rétt eins og hann reyndi hér að fara með rangt mál um hvað ég hefði sagt um verðtrygginguna (Gripið fram í.) einungis tveimur mínútum áður, þar sem ég hafði staðið í ræðustól og lýst því yfir að jafnvel við þær aðstæður þar sem fólk freistaðist til að taka verðtryggð lán mættu menn ekki gleyma því að slík lán eru hættuleg. (Gripið fram í: Af hverju …?) Þess vegna mættu menn ekki láta deigan síga og koma sér út úr þessu verðtryggða kerfi.

Hvað varðar afnám hafta og ítrekaða spurningu hv. þingmanns um það get ég ekki annað en ítrekað þau svör sem ég, aðrir ráðherrar og aðrir hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gefið alveg frá því ríkisstjórnin tók við, að þessi ríkisstjórn, ólíkt þeirri síðustu, mun ekki stefna heimilum landsins í hættu í samskiptum við erlenda kröfuhafa.