144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

lykilþættir er varða mögulegan útflutning orku um sæstreng.

329. mál
[15:40]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um að vísa þessu frumvarpi til 3. umr. og nefndar.

(Forseti (EKG): Nei.)

Til (Forseti hringir.) atvinnuveganefndar.

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður, hv. þingmaður! Við erum að greiða atkvæði um beiðni um skýrslu um útflutning orku um sæstreng.)

Afsakið, þá var ég bara að þjófstarta hérna (ÖS: Þetta var góð ræða.) Já, þakka þér fyrir það. Ég mun endurtaka hana að nokkrum mínútum liðnum. (ÖS: Ég hef oft lent í þessu. Þetta er ekkert mál.)