144. löggjafarþing — 26. fundur,  3. nóv. 2014.

útvarpssendingar í Kelduhverfi og Öxarfirði.

222. mál
[18:13]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og hvetja ráðherra til að gefa skýr svör á mannamáli fyrir okkur sem ekki erum inni í þessum tæknilegu þáttum málsins. Ég get bara vitnað um það sjálfur að hafa ferðast um þetta svæði og á löngum köflum nær maður Bylgjunni, sem kemur í bílinn þegar maður fer um, en Ríkisútvarpinu er bara ekki hægt að ná á stórum svæðum þarna.

Er tryggt að það breytist og maður nái Ríkisútvarpinu á ferð um helstu slóðir á þessu svæði? Og hefur ráðherrann tryggt fjármagn til að ráðast í þær úrbætur sem lýst er að fyrirhugaðar séu? Eitt eru fyrirætlanir og annað hvort til þeirra eru fjármunir.