144. löggjafarþing — 26. fundur,  3. nóv. 2014.

beinagrind steypireyðar.

223. mál
[18:43]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa umræðu. Mér finnst það mjög áhugavert mál sem snýr að þessari beinagrind. Maður veltir fyrir sér með dýrgripi eins og þessi beinagrind er af hverju hún megi ekki vera staðsett úti á landi og afsteypan í Reykjavík.

Ég get alveg skilið að við viljum hafa afsteypu af þessari beinagrind í Náttúruminjasafni Íslands, þegar það verður sett á fót, en mér finnst það umhugsunarefni að upprunalegu hlutirnir eiga að vera geymdir á höfuðsöfnunum, mér finnst það ekkert endilega eiga að vera þannig.

Í þessu tilfelli finnst mér Húsavík sem hvalabærinn alveg eiga það inni að fá að geyma frumbeinagrindina og bara vera vel að því komin. Ég vona að við fáum skýrari svör hvað þetta varðar og að hæstv. ráðherra sjái sjónarmið Húsvíkinga í þessu máli.