144. löggjafarþing — 26. fundur,  3. nóv. 2014.

rekstur Hlíðarskóla.

224. mál
[18:56]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa umræðu og skýr svör hæstv. menntamálaráðherra.

Það er rétt sem fram hefur komið að þetta hefur verið vandræðamál og komið inn á fjárlög við 3. umr. og verið kastað á milli velferðarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis. Eftir því sem ég best veit hefur Akureyrarbær verið í samræðum við velferðarráðuneytið en ég veit svo sem ekki hver staðan er á því máli en mér finnst mjög mikilvægt að það verði fundin einhver viðeigandi lausn á þessu. Þetta er gríðarlega mikilvægt meðferðarúrræði og ég veit ekki annað en að árangurinn sé góður. Það er óþolandi að alltaf sé óvissa með reksturinn. Það þarf að finna lausn á þessu.

Það hlýtur að vera næsta skref að Akureyrarbær snúi sér að velferðarráðuneytinu og nái samningi við það.