144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

dráttur á svari við fyrirspurn.

[13:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér ræða menn um lengd tíma svara til framkvæmdarvaldsins. Ég get alveg tekið undir að það skiptir máli að svör berist eins fljótt og mögulegt er. Ég fagna sérstaklega að hv. þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna séu orðnir þetta áhugasamir um það mál. Á síðasta kjörtímabili varð ég ekki var við þann áhuga og ætla nú ekki að fara yfir allar þær fyrirspurnir sem við komum með þar sem þurftu að bíða lengi. Við þurftum jafnvel að fara fram á við Ríkisendurskoðun að kalla eftir eðlilegustu upplýsingum. Ég ætla ekkert að fara yfir það hér í neinum smáatriðum en fagna nýjum áhuga þessara tveggja þingflokka þar sem hv. þingmenn þeirra hafa nú komið hér upp og farið mikinn. Það er vel. Batnandi fólki er best að lifa.