144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

dráttur á svari við fyrirspurn.

[13:41]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hv. 7. þm. Reykv. s. kann vissulega að halda mönnum við efnið, ég þakka honum fyrir það. Mig langar að nefna að þótt það séu margar fyrirspurnir með óskum um skriflegt svar eru sex flokkar á þingi. Þetta er eitt af þeim helstu tólum sem sérstaklega stjórnarandstöðuflokkar geta notað til að kalla fram upplýsingar, hreyfa við málum, vekja máls á ýmsu og það er mjög mikilvægt að við höfum greiðan aðgang að þessu tæki.

Í því sambandi þykir mér mikilvægt að menn fari ekki í þann gír að ætla að minnka magn fyrirspurnanna sjálfkrafa heldur frekar að auka burði ráðuneytanna til að svara þeim. Mér finnst mikilvægt að þegar við leitum lausnar á þessum vanda miði hún í rétta átt.

Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.