144. löggjafarþing — 28. fundur,  5. nóv. 2014.

orð formanns umhverfis- og samgöngunefndar.

[15:53]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Ég hlýt að bera það af mér og mótmæla því að mér séu gerðar upp skoðanir og lögð orð í munn sem ég engin sagði. Það er fjarri því að ég hafi reynt að skerða frelsi hv. þm. Unnar Brár Konráðsdóttur til að flytja hér tillögu. Ég vakti athygli á samhengi tillöguflutnings stjórnarþingmanna, sérstaklega þegar um er að ræða málefni sem eiga heima í samgönguáætlun eða öðru slíku. Ég vakti athygli á því að stjórnarliðar, sem tilheyra meiri hlutanum, eiga líka hægara um vik að vinna hugðarefnum sínum brautargengi með því að hafa áhrif á það sem framkvæmdarvaldið, sem situr í þeirra umboði, fer með.

Það er algjör misskilningur að hægt sé að leggja þannig út af því að þar með hafi ég gerst talsmaður þeirra skoðana eða sé þeirrar skoðunar að á einhvern hátt beri að skerða frelsi þingmanna til að flytja tillögur. Það er bara allt annað mál. Hv. þingmaður hefur harkalega misskilið þetta. Ég hvet hv. þingmann til að lesa (Forseti hringir.) útskrift af þessum orðaskiptum þegar þau verða komin á vefinn.