144. löggjafarþing — 28. fundur,  5. nóv. 2014.

aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.

52. mál
[16:18]
Horfa

Flm. (Karl Garðarsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk kærlega fyrir þetta. Ég ítreka að við horfum fram á að þunglyndi verður líklega eftir nokkur ár önnur helsta orsök örorku hér á landi. Það er bara staðreynd. Það er hlutur sem við horfum oft fram hjá. Við höfum verið að skera niður framlög í þennan málaflokk, og reyndar í fleiri málaflokka. Það er löngu orðið tímabært að við snúum við blaðinu hvað það varðar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að efla geðheilbrigði landsmanna og stuðlum að betri líðan fólks með meiri atvinnuþátttöku o.s.frv. Þessi tillaga snýr að því að við förum í ákveðnar aðgerðir á landsvísu. Jú, jú, þær kosta einhvern pening, en sáralítið miðað við það sem við fáum til baka.