144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

starfsemi Aflsins og fleiri samtaka.

[10:44]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir greinargóð svör.

Mig langar að koma inn á annað mál sem hefur aðeins verið til umræðu. Það er þjónusta sem Barnaverndarstofa veitir á höfuðborgarsvæðinu, en hefur sagt upp samningi við t.d. Akureyrarbæ um PMTO-meðferð. Ég veit ekki til þess að nein úrræði séu í boði á Austurlandi eða á Vestfjörðum. Þótt ég sé enginn talsmaður þess að Barnaverndarstofa verði flutt til Akureyrar þætti mér samt eðlilegt að slíkar stofnanir sinni öllu landinu vel. Ég er reyndar talsmaður þess að mikilvægar stofnanir hafi útibú á landsbyggðinni, ég held að það væri mjög gott.

Ég mundi vilja spyrja hæstv. ráðherra hvernig hún sæi fyrir sér að við gætum tryggt þjónustu eins og PMTO og fleiri úrræði, sem eru í boði á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni.