144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

fjárframlög til rannsókna kynferðisbrota.

[10:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni sem hefur reynslu úr lögreglustörfum fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Ég tek undir með hv. þingmanni um að ekki má láta deigan síga, þó við höfum sett aukið fjármagn í þetta á undanförnum árum verður það að vera svo áfram. Þetta er margbrotinn málaflokkur, það er víða komið við í stjórnkerfi okkar til þess að fást við þann undirliggjandi vanda sem við erum þarna að ræða um, í heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og líka hjá lögreglunni. Við þurfum að búa þannig um hnútana að hin heildstæða umgjörð þessara mála sé í lagi. Um það erum við sammála.